Skilyrði fyrir ígræðslu

Skilyrði fyrir ígræðslu

Skilyrði fyrir hárígræðsluaðgerð:

• Ekki taka inn lyf í nokkra daga fyrir aðgerðina

• Ekki neyta áfengis
• Minnka eða hætta noktun tóbaks ef hægt er

• Áfengi og tóbak geta haft slæm áhrif á hárígræðsluna

Hárígræðslur – Skurðaðgerðin
Þar sem ekki er um að ræða flókna skurðaðgerð er hægt að framkvæma hana með staðdeyfingu sem endist í um það bil sex klukkustundir. Fyrir aðgerðina er mikilvægt að hárið og flöturinn sé þveginn vel með sjampó og að borið sé á flötinn sótthreinsandi efni til þess að möguleiki á sýkingu sé alveg útilokaður.

Með FUT aðferðinni, ein lína af húðflöt, með mælivíddina 1-1,5 cm breidd og 15-25 cm lengd er fjarlægð afturhluta höfuðsins. Á meðan sárið lokast fer teymi sérfræðinga af stað með að fjarlægja hársekki frá húðfletinum sem verða síðan notaðir á viðeigandi ígræðslusvæði og einnig er hættan á því að hársekkirnir gætu orðið fyrir skemmdum talsvert minnkuð.

Með FUE og FUE2 S.A.F.E System aðferðunum eru hársekkirnir fjarlægðir einn í einu þannig að það eru einungis fá og lítil ör sem sjást yfirleitt ekki. Eftir að hársekkjunum hefur verið safnað með míkró-hnífum eða nálum, er hárígræðslusvæðið undirbúið til þess að lögunin á hárunum verði að raunverulegu mynstri. Því næst er hársekkurinn græddur á sinn stað en það er tímafrekasti hluti aðgerðarinnar.

Eftir hárígræðsluaðgerð
Hárígræðslusvæðið er mjög viðkvæmt eftir aðgerðina og þarf að vernda það frá sólinni. Mikilvægt er að byrja að þvo svæðið með sjampó annan dag eftir aðgerðina. Sjampó er mikilvægt þar sem það kemur í veg fyrir að húðskorpa myndast í kringum hárin.

Hárin sem voru grædd í flötinn munu detta af fyrsta tíu daganna en munu byrja að vaxa aftur eftir 2-3 mánuði og meiri vöxtur og þéttleiki mun færast í hárið á næstu 6-9 mánuðum.
Aukaverkanir við hárígræðslu
Helstu aukaverkanir eru að hárið sem grætt var á ígræðslusvæðið mun þynnast og falla af en það er einungis tímabundið. Einnig geta sjúklingar orðið varir við bólgu og kláða á hárfletinum. Þessar aukaverkanir eru hluti af ferlinu og lagast með tímanum.

Aðgerðaráætlun og verðhugmynd á 24-48 klukkustundum
Áður en aðgerðin er framkvæmd þarf að senda hárígræðslustöðinni skýrar myndir af gjafasvæðinu og ígræðslufletinum. Út frá slíkum myndum geta sérfræðingarnir gefið þér verðhugmynd, fjölda hársekkja sem þarf og áætlaðan tímaramma aðgerðarinnar. Hárígræðslustöðin verðsetur ígræðsluna eftir umfangi aðgerðarinnar, fjölda hársekkja sem þarf að græða á ígræðslusvæði og tímalengd aðgerðarinnar. Læknarnir á heilsugæslustöðinni La Porta – HairHungary reikna alltaf og verðsetja aðgerðina eftir magni hársins en ekki fjölda hársekkja þar sem það getur verið misleiðandi. Það er eina rétta og nákvæma leiðin til þess að miðla upplýsingum um kostnaðinn.

Við viljum aðstoða

Heimililfang

Hringbraut 119, 107 Reykjavík

Hringdu

552 2099

Netfang

apollo@simnet.is

Share This