FUE2 Aðferðin

FUE2 Aðferðin

FUE2-SAFESystem:

Hárígræðslukerfið FUE2-SAFESystem var fundið upp í Bandaríkjunum og hárígræðslustöðin, La Porta-HairHungary var sú fyrsta til að byrja með meðferðina í Evrópu. Með aðstoð ungverskra fagmanna og með áhrifaríkri samvinnu við samstarfsmenn okkar í Bandaríkjunum erum við að sjá aukna notkun aðferðarinnar. Ásamt La Porta-HairHungary í Búdapest, Ungverjalandi, eru líka heilsugæslustöðvarnar PureHair í Þýskalandi og Mediklinik Institute í Slóvakíu sem hafa þekkinguna til þess að framkvæma hárígræðsluaðferðina sem kölluð er SafeSystem.

Hárígræðslustöðin La Porta-HairHungary er eini samstarfsaðili frumkvöðulsins HSC Colorado í Bandaríkjunum þar sem notast er við þessa aðferð, en þessi aðferð er talin tryggja bestu niðurstöðuna með minnsta mögulega inngripi.
Þar sem hársekkirnir í SafeSystem aðferðinni eru geymdir í sérstökum endurnæringarvökva byrjar vöxturinn fyrr. Með þessari aðferð verður vöxturinn því 10-15% hraðari og öflugri heldur en með öðrum hárígræðsluaðferðum.
FUE2-SAFESystem kerfið er bætt og uppfærð aðferð hefðbundnu FUE hárígræðsluaðferðarinnar. Læknarnir á hárígræðslustöðinni í Búdapest eru þeir fáu skurðlæknar í heiminum í dag sem bjóða upp á og nota þessa byltingarkenndu tækni á sína viðskiptarvini.

SAFESYSTEM og SAFESCRIBE notað í aðgerðinni
Hársvörðurinn grær hraðar þannig að það er auðveldara að snúa aftur til daglegts lífs. Þessi nýja aðferð sem þróuð hefur verið dregur úr skaða á hársekkjum þegar þeir eru fjarlægðir, á meðan þeir eru geymdir og þegar þeir eru græddir í hársflötinn.
Vegna sérstakrar geymslu hársekkjanna í endurnæringarvökvanum og svo nákvæmrar staðsetningar þeirra á hárfletinum við ígræðsluna verða hársekkirnir fullkomlega heilbrigðir á nýja svæðinu. Með þessari fullkomnu aðferð hefur FUE2-SAFESystem notið mikilla vinsælda umfram aðrar FUE hárígræðsluaðferðir.

Kostir við FUE2-SAFESystem
FUE-2 er fullkomið fyrir bæði karlmenn og kvenmenn þar sem þessi hárígræðslutæknin er sársaukalaus, skilur ekki eftir sig ör, felur ekki í sér mikið inngrip og er ódýr þegar hún er framkvæmd erlendis. Batatíminn er mjög stuttur og gæðin eru þau hæstu sem hárskurðlæknir getur náð.

• Miðað við hefðbundna FUE aðferð náum við hárinu í betra ástandi og það er talsvert minna um skemmdir á líkamsvef.

• SafeSystem hárígræðsluaðferðin leiðir til varðveitingar á mikilvægusta hluta í hverjum einasta hársekk án þess að taka tillit til fjölda hára í hverjum hársekk.

• Í stuttu máli, á meðan FUE2-SafeSystem aðferðinni stendur, náum við fleiri nothæfum hárum/hársekkjum og tryggjum niðurstöðu þar sem ígrætt hár getur vaxið í prósentuhlutfalli sem fyrir unga er nær 100% og fyrir eldri lágmark 90%.

• Það er mögulegt að fjarlægja og síðan græða í hársekki sem innihalda mögulega 1-7 hár. Þannig er öruggt að sama magn hárs vex aftur og var fjarlægt (Í eldri aðferðum var tjón á líkamsvefjum óhjákvæmilegt sem leiddi til minni hárvaxtar).

• Annar frábær kostur við FUE2 er að það eru færri stungur í húðina og mun hærri fjöldi hára er hægt að græða í á jafnmiklum tíma.

• Notkun minni og nákvæmari tóla, minnkar stærð aðgerðasvæðisins, þannig að bati verður betri og hraðari.

• Fyrir viðskiptavini sem hafa minni þéttni á hárgjafasvæðum er betra að fjarlægja valda hársekki vegna þess að það er heilbrigðara að færa hársekki með fleiri hárum.

Við viljum aðstoða

Heimililfang

Hringbraut 119, 107 Reykjavík

Hringdu

552 2099

Netfang

apollo@simnet.is

Share This