Almennar upplýsingar um hárígræðslur

Almennt-Hárígræðslur

Almennar upplýsingar um hárígræðslur:

Hárígræðslur henta báðum kynjum sem leita að bestu lausninni við þynnandi hári. Hárígræðsla er lausn sem er fljótleg og sársaukalaus. Aðgerðin hentar vel þeim einstaklingum sem vilja ekki eyða meiri tíma og pening í ýmisleg lyf, vökva og kraftaverkarsjampó. Það er ýmislegt sem getur valdið hárlosi þar á meðal streita, sjúkdómar, erfðatengdar ástæður eða næringaskortur.

Það er aðeins ein varanleg lausn og það eru hárígræðslur.

Hárígræðsla er skurðaðgerð þar sem hár er tekið úr öðrum hluta höfuðsins/líkamans og grætt í annan hluta þar sem hárlos hefur átt sér stað. Hárígræðslur eru hægt að nota á svæði þar sem erfðatengdan skalla er að finna, sérstaklega í karlmönnum, en einnig á svæðum eins og augabrúnum, yfirvararskeggjum og skeggjum þannig er hægt að koma fyrir hári á næstum því öllum svæðum líkamans. Í höfðinu eru sekkir með 1, 2, 3 eða 4 hárum sem eru kallaðir hársekkir. Ásamt hárum er einnig lítið magn af hársvörð sem inniheldur taugar, vöðva og fitukirtla í hársekkjum. Með nýjum aðferðum í ígræðslu er uppbygging háræðarinnar algjörlega fullkomin og verður því niðurstaðan mjög góð.

Hárígræðslur

Útdráttur þessara hársekkja fyrir hárígræðslu er framkvæmdur með þremur mismunandi aðferðum

1. FUT (FUSS) hárígræðslunaraðferðin

FUT (Follicular Unit Transplantation) eða FUSS (Follicular Unit Strip Surgery) er klassísk aðferð þar sem viðskiptavinurinn er staðdeyfður og ein lína af hársverðinum er fjarlægð, hársekkirnir eru svo handvirkt fjarlægðir með smásjá. Sárið er síðan saumað og eftir stendur þunnt og nánast ósýnilegt ör sem er hægt að hylja auðveldlega. Batatíminn er um það bil tvær vikur en það fer einnig eftir magni hársins sem notað var í aðgerðinni.

2. FUE hárígræðslunaraðferðin

FUE (Follicular Unit Extraction). Munurinn á þessari aðferð og FUT aðferðinni er að með þessari aðferð eru hársekkirnir fjarlægðir með 0,6 og 1,25 mm götun í kringum sekkinn. Hársekkirnir eru síðan færðir yfir á viðeigandi hárígræðsluflöt án þess að fara í gegnum annars konar aðskilnaðar ferli. Þar sem hársekkirnir eru fjarlægðir einn í einu verða einungis lítil ör eftir sem verða nánast ósýnileg og sársauki eftir aðferðina er einnig í lágmarki. Batatíminn er minnkaður í um það bil sjö daga frá aðgerðinni en það fer einnig eftir magni hársins sem var notað í aðgerðinni.

3. FUE2 – SAFESystem aðferðin

FUE2 S.A.F.E. System (Follicular Unit Extraction – Surgically Advanced Follicular Extraction) er aðferð sem hefur verið þróuð út frá FUE tækninni. Eins og nafnið ber til kynna er þetta svipuð aðferð en með nýrri tækni þar sem nýjustu tæki eru notuð sem sérstaklega hafa verið þróuð fyrir þessa gerð af hárígræðslu. Þessi aðferð felur í sér tvö meginatriði: notkun bitlausra hringlóttra nála eða míkró-hnífa og geymsla hársekkja í sérstökum endurnæringarvökva sem leiðir til 10-15% hraðari og áhrifaríkari vaxtar miðað við aðrar hárígræðsluaðferðir. Batatíminn er styttri en í öðrum aðferðum og er um það bil 4-5 dagar frá aðgerðinni en það fer einnig eftir magni hársins sem var notað í aðgerðinni.

Við viljum aðstoða

Heimililfang

Hringbraut 119, 107 Reykjavík

Hringdu

552 2099

Netfang

apollo@simnet.is

Share This